Færsluflokkur: Bloggar
15.2.2009 | 15:18
Aldrei of blönk til að hugsa!
Vilhjálmur Bjarnason dósent og fjárfestir, rödd hrópandans í eyðimörkinni, hljómar nú í kirkjum landsins. Ég fangna því að kirkjunnar þjónar hafi með þessum hætti fengið léða rödd sem sannarlega finnur hljómgrunn í eyrum fjöldans og þar með axlað samfélagslega ábyrgð á því ástandi sem við erum stödd í. Ábyrgð,virðing og heiðarleiki eru hugtök sem við þurfum öll að dusta rykið af og gera gildari í hugsunum okkar og störfum. Við meigum ekki hætta að hlutsta á þær raddir sem krefjast breytinga. Þjóðin má ekki vera svo heillum horfin að hún noti ekki þetta mjög svo óvelkomna tækifæri til að hreinsa til þar sem sýnt er að þörf er á að hreinsað sé til. Liður í þeirri vinnu er endurskoðun stjórnarskrárinnar og aðlögun hennar að raunverulegum þörfum okkar fámenna samfélags. Við getum aldrei orðið svo blönk að við höfum ekki efni á að kalla saman okkar besta fólk til að lagfæra grundvöll réttarríkisins og tryggja viðgang lýðræðisins sem við öll viljum búa við.
Aldrei of blönk til að hugsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)